Þetta app gerir þér kleift að stjórna heyrnartækjunum frá fartækinu þínu. Athugið: Tiltækileiki eiginleika getur farið eftir gerð heyrnartækisins þíns. Nánari upplýsingar eru að finna hér að neðan.
•	Að stilla hljóðstyrk fyrir hvert heyrnartæki saman eða í sitthvoru lagi
•	Settu umhverfishljóð á hljóðlausa stillingu til að auka einbeitingu
•	Skiptu á milli stillinga sem heyrnarfagaðili þinn hefur forstillt
•	Athugaðu stöðu rafhlöðu
•	Notaðu SpeechBooster til að draga úr bakgrunnshávaða og hækka tal (tiltækt fyrir allar gerðir heyrnartækja fyrir utan Oticon Opn™) 
•	Hafðu símtöl, tónlist og hlaðvarp í streymi beint í heyrnartækin þín (tiltækileiki getur farið eftir gerð símans þíns)
•	Finndu heyrnartækin þín ef þau týnast (krefst þess að alltaf sé kveikt á staðsetningarþjónustu)
•	Fáðu aðgang að þjónustuveri fyrir appið og bilanaleit 
•	Fáðu tíma hjá heyrnarfagaðila á netinu (krefst tímabókunar)
•	Stilltu streymishljóð og streymisjafnara (tiltækt fyrir allar gerðir heyrnartækja nema Oticon Opn™ og Oticon Siya)
•	Stilltu umhverfishljóð með hljóðjafnara (tiltækt fyrir gerðirnar Oticon Intent™ og Oticon Real™)
•	Fylgstu með árangri þínum með eiginleikanum HearingFitness™ (tiltækt fyrir gerðirnar Oticon Intent™ og Oticon Real™)
•	Notaðu þráðlausa aukahluti sem þú parar við heyrnartækið þitt, t.d. sjónvarpstengi, Oticon EduMic eða ConnectClip
Fyrsta notkun:
Þú þarft að para heyrnartækin þín við þetta app til þess að nota það til að stjórna heyrnartækjunum þínum. 
Tiltækileiki appsins:
Appið er samhæft flestum gerðum heyrnartækja. Ef þú ert með heyrnartæki frá 2016-2018 og hefur ekki uppfært þau ennþá er þörf fyrir uppfærslu til þess að appið virki. Við mælum með að þú uppfærir heyrnartækin þín í næsta tíma hjá heyrnarfagaðilanum þínum.
Til að tryggja bestu mögulegu notendaupplifun mælum við með að þú uppfærir tækið þitt í Android OS 10 eða nýrri. Athugaðu nýjasta listann yfir samhæf tæki á:
https://www.oticon.com/support/compatibility